Fara á efnissvæði

Rafrænt námsumhverfi

Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja vegna rafræns námsumhverfis hjá fyrirtækjum með aðild að sjóðnum. Eftirfarandi reglur gilda um styrkveitingu vegna rafræns námsumhverfis.

Áskrift að rafrænu námsumhverfi er styrkhæf í sjóðinn. Styrkur nemur 90% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félaga á ári. Skilyrði er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.

Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:

  1. Lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
  2. Hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar
  3. Hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað
  4. Hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsfólks
  5. Hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna

Fyrirtæki geta sótt um hvatastyrk ætla þau að setja upp hjá sér rafrænt námsumhverfi og er styrkurinn hugsaður fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum. Aðeins er hægt að sækja einu sinni um þann styrk.

Í umsókn þarf að koma fram efnisinntak, áætluð framkvæmd og kostnaðaráætlun. Styrkupphæð er ákvörðun stjórnar hverju sinni og aldrei meiri en sem nemur 90 % af áætluðum kostnaði og að hámarki kr. 250.000,-

Þau fyrirtæki sem útbúa eigið rafrænt námsefni í rafrænu námsumhverfi fyrir félagsfólk SVS geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins vegna námsefnisgerðarinnar. Sjóðurinn veitir allt að kr. 200.000 í styrk vegna eigin námsefnisgerðar. Hámarksfjöldi styrkja til eigin námsefnisgerðar eru fjórir á almanaksári.

Forsendur og fylgigögn:

  1. Rafrænt námsumhverfi til staðar hjá fyrirtækinu
  2. Nákvæm lýsing á námskeiði og handrit
  3. Upplýsingar um markhóp námskeiðsins
  4. Tímafjöldi námsefnisgerðar