Fara á efnissvæði

Hvað er styrkhæft?

Nám til eininga

Aukin réttindi

Tungumálanám

Einkakennsla í tungumáli er styrkhæf

Styrkhæft nám

Allt nám til eininga óháð starfi, nám og próf sem veita/viðhalda auknum réttindum til starfa, tungumálanámskeið og raunfærnimat.

Fellur að viðmiðum um námskeið

Starfstengt námskeið

ef það er óljóst, þá þurfa rök að fylgja með

Ráðgjöf, handleiðsla og meðferðarúrræði eru ekki styrkhæf

Styrkhæft námskeið

Námskeið sem tengist starfi viðkomandi félaga - ef óljóst er hvernig námskeiðið tengist starfi þá þarf rökstuðningur að fylgja umsókninni. 

 

Einkatímar/ einkakennsla sem tengist starfstengdu námskeiði er ekki styrkhæft.

Fellur að viðmiðum um námskeið

Verður að vera forvörn, ekki meðferð

Eingöngu sjálfstyrkingarnámskeið innanlands

Starfstengd markþjálfun

Styrkhæf sjálfstyrking

Sjálfsstyrkingarnámskeið innanlands. Athugið að sjóðnum er ekki ætlað að styrkja líkamsrækt, æfingagjöld eða námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest einstaklinga. Námskeið sem eru hluti af meðferðarúrræðum vegna heilsubrests eru því ekki styrkt sérstaklega af starfsmenntasjóðnum.

 

STARFSTENGD MARKÞJÁLFUN

Starfstengd markþjálfun og stjórnendamarkþjálfun er styrkhæf sem starfstengd sjálfstyrking þó svo markþjálfun falli ekki að viðmiðum sjóðsins um námskeið. Fjöldi tíma verða að vera sýnilegir á reikningi. 

Önnur markþjálfun er ekki styrkhæf hjá sjóðnum.

 

Fellur að viðmiðum um námskeið

Starfstengt námskeið

ef það er óljóst, þá þurfa rök að fylgja með

Áskrift

með mörgum starfs­tengdum námskeiðum er heimil

Styrkhæft netnámskeið

Starfstengt netnám - getur verið stakt netnámskeið eða áskrift að vefsíðu/efnisveitu með starfstengdum námskeiðum. Ekki er hægt að sækja um styrk vegna hugbúnaðarkaupa jafnvel þótt kennsluefni fylgi með.

Ráðstefna með skipulagðri dagskrá

sem inniheldur starfstengd fræðsluerindi

Eingöngu ráðstefnugjald

Hlekkur á vefsíðu og dagskrá þarf að fylgja umsókn

Styrkhæf ráðstefna

Ráðstefna sem tengist starfi viðkomandi félaga - ef óljóst er hvernig ráðstefnan tengist starfi þá þarf rökstuðningur að fylgja umsókninni.

 

Athugið að hægt er að sækja um ferðstyrk vegna gisti- og ferðakostnaðar með sérumsókn. Sjá nánar hér

Fellur að viðmiðum um námskeið

Byrjendanámskeið en ekki iðkun í sama fagi

Greiddur reikningur

verður að vera á nafni félaga

Eingöngu tómstund innanlands

Styrkhæft tómstundanámskeið

Tómstundanámskeið innanlands verða að falla að viðmiðum sjóðsins um námskeið, sjá nánar 5. grein í starfsreglum sjóðsins. Tómstundanámskeið erlendis eru EKKI styrkhæf.

 

Þau mega vera byrjendanámskeið, en athuga skal sérstaklega að iðkun í sama fagi er ekki styrkhæf.

 

Litið er á öll líkamsræktartengd námskeið, svo sem yoga, dans, golf, skíði, tennis, hlaup o.fl. sem iðkun nema þau séu skilgreind byrjendanámskeið. Athugið ekki er hægt að fá styrk oftar en einu sinni vegna byrjendanámskeiðs í sömu grein.

 

Námskeið sem hafa þann tilgang að undirbúa einstaklinga undir ákveðna viðburði/keppni teljast ekki styrkhæf hjá sjóðnum.

 

Einkatímar í tómstund og meðferðarúrræði falla ekki undir viðmið sjóðsins um námskeið.

Ferð tengist starfstengdu námi, ráðstefnu eða námskeiði

Vegalengdin milli dvalarstaðs og fræðslustofnunar er meiri en 50km

Skila þarf inn sérumsókn um ferðastyrk

Greiddir reikningar

verða að vera á nafni félaga

Ferðastyrkir

Hægt er að sækja um styrk vegna ferða- og gistikostnaðar þegar félagi sækir starfstengt nám, námskeið, starfstengda fræðsluferð fyrirtækis eða ráðstefnu. Sjá nánar Ferðastyrkir til einstaklinga