Framhaldsskólaeiningar
Í framhaldsskólum (t.d. menntaskólum, og iðnnámi/starfsnámi) er hver áfangi metinn í framhaldsskólaeiningum.
- Eitt námsár í fullu námi jafngildir 60 einingum.
- Flestir áfangar eru metnir á bilinu 2–10 einingar, eftir því hversu mikla kennslu og vinnu þeir krefjast.
- Til að ljúka stúdentsprófi þarf nemandi yfirleitt um 200 einingar (fer eftir skóla og námsbraut).
Háskólaeiningar (ECTS)
Í háskólum er notast við ECTS-einingar (European Credit Transfer System), sem er evrópskt kerfi sem gerir mögulegt að bera saman nám milli háskóla.
- 60 ECTS einingar samsvara einum námsári í fullu námi.
- Eitt námskeið getur t.d. verið 5 eða 10 ECTS einingar.
- Til að ljúka BA- eða BS-gráðu þarf nemandi yfirleitt 180 ECTS einingar, og meistaragráða (MA/MS) bætir við 60–120 ECTS einingum.
Bandarískir og breskir háskólar nota annað einingakerfi sem eru einnig styrkhæf.
Bandarískir háskólar styðjast við Credit hours, U.S. credit hour ≈ 2 ECTS
Breskir háskólar styðjast við UK Credits eða CATS (Credit Accumulation and Transfer Scheme), 2 UK credits ≈ 1 ECTS
Aukin réttindi
Nám, námskeið eða próf sem veita formleg starfsréttindi til starfa, kennslu eða til að sinna ákveðnu fagi á viðurkenndan hátt flokkast sem aukin réttindi.
Þessi réttindi veita heimild til að starfa í ákveðnu fagi, taka að sér kennslu eða þjónustu sem krefst sérstakrar hæfni eða nota starfsréttindin sem fagfólk í ákveðnu starfi.
Aukin réttindi geta bæði verið lögvernduð (t.d. ökuréttindi, iðngreinar og viðurkenndur bókari) og ólögvernduð en samt faglega viðurkennd (t.d. jógakennaranám, viðurkenndur markþjálfi eða PGA golfkennaranám).
Dæmi um aukin réttindi
Ökupróf
Bifhjólapróf
Meirapróf
Aukin ökuréttindi
Veitir formleg ökuréttindi samkvæmt lögum um ökukennslu.
Viðurkenndur bókari
Viðurkenndur bókari
Veitir réttindi til að vinna sem löggiltur eða viðurkenndur bókari samkvæmt lögum um bókhald.
Jógakennaranám
Jógakennaranám
Veitir viðurkenningu til að kenna jóga samkvæmt alþjóðlegum fagviðmiðum.
Viðurkenndur markþjálfi
Viðurkenndur markþjálfi
Veitir alþjóðlega viðurkenningu sem markþjálfi og gerir kleift að starfa á því sviði.
Fegrunarfræði
Fegrunarfræði
Veitir fagleg réttindi til að starfa í fegrunarfræði eða snyrtigeiranum. ATH Skólar sem kenna fegrunarfræði þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði svo það nám sem þeir bjóða upp á sé styrkhæft sem starfstengt nám hjá sjóðnum. Sjá nánar undir Fegrunarfræði
PGA golfkennari
PGA golfkennari
Veitir alþjóðlega viðurkenningu til að starfa sem faglegur golfkennari.