Hér fyrir neðan má sjá spurningar og svör um rétt félaga í starfsmenntasjóðinn.
Réttur einstaklinga
1
Hvernig myndast réttur minn í sjóðinn?
Réttur einstaklinga miðast við að greidd séu iðgjöld sl. 12 mánuði.
2
Hvenær á ég rétt í sjóðinn?
Greiða þarf í 3 mánuði í sjóðinn og þar af 1 af sl. 6 mánuðum til að hægt sé að sækja um styrk í sjóðinn.
3
Hvað er hlutfallslegur réttur?
Þeir sem ná ekki lágmarkslaunum á sl. 12 mánuðum eiga hlutfallslegan rétt í sjóðinn.
4
Hvenær endurnýjast réttur minn í sjóðinn?
Réttur endurnýjast um hver áramót. Þeir sem fullnýta rétt sinn árið 2025 fá aftur rétt um næstu áramót.
5
Ef ég hef ekki nýtt mér rétt minn á þessu ári, hvað þýðir það?
Þeir sem nýta ekki rétt sinn árið 2025 halda áfram með 180.000 kr. rétt árið 2026.
6
Hvenær á ég rétt á uppsöfnuðum styrk?
Þeir sem nýta ekki sjóðinn í 36 mánuði samfellt eiga rétt á uppsöfnuðum styrk (540.000 kr.) fyrir einu samfelldu námi - sem sótt er um í einu lagi.
7
Hvenær fellur réttur í sjóðinn niður?
Ef iðgjöld berast ekki til sjóðsins, í 6 mánuði samfellt, þá fellur réttur félaga niður.
8
Hvað gerist ef það vantar greiðslur fyrir einhverja mánuði hjá mér?
Ef félagi er með hlutfallslegan rétt þá geta greiðslulausir mánuðir haft áhrif á prósenturétt félaga.
Réttur getur breyst milli mánaða í slíkum tilfellum.