Fara á efnissvæði

Sameiginlegur styrkur einstaklinga og fyrirtækja

Félagsfólki og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám félagsfólks kostar kr. 200.000 eða meira. Samanlagður styrkur er 90% af námsgjaldi – hámark 570.000 kr. (180.000 kr. réttur félaga + 390.000 kr. réttur fyrirtækis) eða 800.000 kr. þegar félagi á rétt á uppsöfnun (540.000 kr. uppsöfnun + 260.000 kr. réttur fyrirtækis). Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðsins um starfstengt nám.

Félagsfólk VR sækir um sameiginlegan styrk á Mínum síðum á vef VR. Athugið að sú umsókn gildir fyrir báða aðila (einstakling og fyrirtækið).

Félagsfólk annarra félaga innan LÍV sækja um styrkinn hjá sínu stéttarfélagi.