Fara á efnissvæði

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum. Styrkur námsins liggur bæði í virku samstarfi við atvinnulífið og í samstarfi háskólanna tveggja um þróun þess og kennslu.

Námið er metið til eininga til áframhaldandi náms í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Nemendur sem útskrifast með diplómagráðu í verslunarstjórnun munu því geta haldið áfram námi til BS gráðu í viðskiptafræði kjósi þeir það. Háskólarnir meta gagnkvæmt háskólaeiningar (ECTS) innan verkefnisins, óháð því hvor skólinn kennir einstök námskeið og mat á náminu inn í BS gráðu í viðskiptafræðum.