Hvað fellur undir starfstengda styrki?

  • Námskeið sem tengist starfi viðkomandi félagsmanns - ef óljóst er hvernig námskeiðið tengist starfi þá þarf rökstuðningur að fylgja umsókninni.
  • Starfstengt netnám - getur verið stakt netnámskeið eða áskrift að vefsíðu/efnisveitu með starfstengdum námskeiðum. Ekki er hægt að sækja um styrk vegna hugbúnaðarkaupa jafnvel þótt kennsluefni fylgi með.

  • Nám til eininga og réttinda, raunfærnimat, ráðstefnugjald erlendis og innanlands og tungumálanámskeið. Athugið að hvorki er veittur styrkur vegna gistingar né uppihalds tengt starfsmenntuninni. Vegna starfstengdra ráðstefna erlendis og innanlands þarf dagskrá ráðstefnu að fylgja umsókn og tengill á vefsíðu. 
  • Sjálfsstyrkingarnámskeið innanlands. Athugið að sjóðnum er ekki ætlað að styrkja líkamsrækt, æfingagjöld eða námskeið sem hafa það að markmiði að vinna með heilsubrest einstaklinga. Námskeið sem eru hluti af meðferðarúrræðum vegna heilsubrests eru því ekki styrkt sérstaklega af starfsmenntasjóðnum. 
  • Stjórnendaþjálfun/ starfstengd markþjálfun, að hámarki 12 tíma innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd og fjöldi tíma.

Skilyrði fyrir starfsmenntastyrk er að félagsmaðurinn greiði sjálfur námskeiðsgjald/ráðstefnugjald og þurfa greiðslukvittanir að fylgja umsóknum.  

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband