Einstaklingsumsóknir

Félagsfólk VR og annarra aðildarfélaga innan Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) geta sótt um styrki vegna starfstengdra námskeiða og náms, tómstundanáms og ferðakostnaðar vegna starfstengds náms/ námskeiða og ráðstefna samkvæmt reglum sjóðsins.

 Félagsfólk sækir um styrk í gegnum sitt stéttarfélag.

  • Félagsfólk VR sækir rafrænt um styrk á Mínum síðum á vefsíðu VR.
  • Félagsfólk annarra stéttarfélaga innan LÍV sækja um hjá sínu stéttarfélagi rafrænt eða með því að prenta út styrkumsókn  og skila til viðkomandi stéttarfélags.

Veittur er styrkur fyrir 90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi að hámarki 130 þúsund á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk.Ef ekkert hefur verið sótt um í starfsmenntasjóðinn í þrjú ár í röð er hægt að sækja um styrk fyrir 90% af námskeiðsgjaldi að hámarki 390.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi. Greiðslur til sjóðsins þurfa að hafa borist að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu umsóknar.

Hér er hægt að skoða lista yfir námsframboð. Þessi listi er ekki tæmandi, sjá nánari skilgreiningu sjóðsins á því hvað fellur undir starfstengt nám.   

Félagsfólk sem verða öryrkjar halda rétti sínum til starfstengdra styrkja í 12 mánuði frá því að greiðslur atvinnurekenda hætta að berast vegna þeirra til sjóðsins. Þeir sækja um styrk í starfsmenntasjóð með því að senda útfyllt eyðublað  ásamt afriti af örorkuvottorði frá Tryggingastofnun í tölvupósti á sitt stéttarfélag.

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband