Félagsfólki og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám félagsfólks kostar kr. 200.000 eða meira. Undanþága er gerð á umsóknum vegna Diplómanáms í viðskiptafræði og verslunarstjórnun. Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðsins um starfstengt nám.
FERLIÐ:
Félagsfólk VR sækja um sameiginlegan styrk á Mínum síðum á vef VR (gildir sem umsókn fyrir báða aðila). Félagsfólk annarra félaga sem eru aðilar að LÍV sækja um styrkinn hjá sínu stéttarfélagi. Starfsmaður stéttarfélagsins sendir gögn vegna fyrirtækjahlutans til sjóðsins með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér neðst á síðunni.
Með umsókn verður að fylgja:
- Greiddur reikningur.
- Lýsing á náminu.
- Undirrituð yfirlýsing frá fyrirtækinu. Í yfirlýsingunni skal koma fram að um sé að ræða sameiginlega umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun starfsmannsins.
Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti bæði einstaklings og fyrirtækis. Hámarksstyrkur getur orðið samtals sem nemur hámarksrétti einstaklings og hámarksrétti fyrirtækis. Sjá nánar ákvæði um hámarksstyrk og uppsafnaðan styrk einstaklinga og fyrirtækja. Sjá dæmi um styrkveitingu á sameiginlegum styrk.
Smellið á mynd til að sjá hana stærri
Umsóknareyðublöð LÍV félaga hér Athugið að starfsfólk stéttarfélaga fyllir út þetta eyðublað