Nýsköpunar- og þróunarstyrkir

Viðmið stjórnar við úthlutun nýsköpunar- og þróunarstyrkja

Verkefni skulu taka mið af markmiðum sjóðsins sem er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svarar þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Að sama skapi stuðlar sjóðurinn að auknu svigrúmi til rannsókna sem geta leitt af sér aukin gæði og/eða fjölbreyttari valkosti fyrir verslunar- og skrifstofufólk.

Hverjir geta sótt um? Fyrirtæki, fræðsluaðilar með viðurkenningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og sérfræðingar úr háskólasamfélaginu.

Hvers konar verkefni koma til greina? Nýsköpunar- og þróunarverkefni sem hafa yfirfærslugildi, verkefni sem nýtast öðrum innan starfsstéttarinnar og rannsóknir á málefnum greinarinnar.

Styrkupphæð fer eftir umfangi verkefnisins og er metin hverju sinni af stjórn sjóðsins.

Skila skal inn fjárhagsáætlun með umsókn.

Sótt er um með því að fylla út eyðublað og senda það á starfsmennt@starfsmennt.is

Mat á umsóknum:

Stjórn SVS leggur mat á umsóknir um nýsköpunar- og þróunarstyrk í sjóðinn. Lagt er mat á umsóknir út frá eftirfarandi viðmiðum:

  • Er um að ræða nýbreytni eða endurnýjun?
  • Felur verkefnið í sér yfirfærslugildi, geta aðrir nýtt sér verkefnið?
  • Hefur verkefnið jákvæð áhrif á starfstéttina?
  • Eru markmið verkefnisins skýr og lýkur á að árangur náist?

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband