Fyrirtæki með starfsfólk sem er félagsfólk VR/LÍV geta sótt um styrk vegna náms og fræðslu starfsfólks. Hér má sjá hvað telst styrkhæft
Fyrirtækjastyrkir eru aðskildir einstaklingsstyrkjum og hefur úthlutun fyrirtækjastyrks engin áhrif á réttindi einstaklinga.
Umsóknir fyrirtækja fara í gegnum Áttin.is
Með umsókn þarf að fylgja:
- Nafnalisti í excel-skjali með kennitölum og stéttarfélagsaðild
- Greiddur reikningur í nafni fyrirtækis og staðfesting á greiðslu
- Upplýsingar um námskeið
Við úthlutun styrkja er tekið mið af eftirfarandi:
- Fyrirtæki þarf að hafa greitt iðgjöld í sjóðinn sl. 12 mánuði til að eiga rétt á styrk.
- Sækja þarf um styrk innan 12 mánaða frá útgáfu reiknings.
- Styrkur getur numið að hámarki 90% af kostnaði við námskeiðahald og að hámarki 130.000 kr. á starfsmann sem er félagsmaður í VR/LÍV.
- Fyrirtæki getur ekki sótt um styrk vegna náms/námskeiðs sem einstaklingur hefur fengið styrk fyrir. Athygli er vakin á sameiginlegum styrk einstaklings og fyrirtækis þegar nám kostar kr. 200.000 eða meira.
- Stjórn getur heimilað sérstaka undanþágu frá þessum ákvæðum ef verkefni felur í sér frumkvöðlastarf eða nýsköpun.