Fyrirtæki með starfsmenn innan VR/LÍV geta sótt um lækkun á greiddu iðgjaldi til sjóðsins úr 0,3% í 0,1%. Umsóknir eru afgreiddar tvisvar á ári, í febrúar og október.
Umsóknareyðublað fyrir lækkað iðgjald - Eyðublað fyrir sundurliðaðan kostnað
Viðmið við afgreiðslu umsókna:
- Félagsmenn í VR/LÍV eigi kost á að sækja þau námskeið sem eru í boði.
- Í boði séu bæði fagnámskeið og námskeið almenns eðlis.
- Ekki er greitt fyrir launakostnað starfsmanna vegna námskeiða.
Þegar sótt er um í fyrsta sinn þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með umsókn:
- Sundurliðað yfirlit yfir kostnað fyrirtækis s.l. 12 mánuði vegna fræðslu starfsmanna í VR/LÍV sem tiltekur bæði innri, ytri fræðslu og rafræna fræðslu sé hún til staðar (hér er hægt að styðjast við excel skjal, sjá hlekk að ofan). ATH. kostnaður vegna fræðslu félagsmanna VR/LÍV á 12 mánaða tímabili verður að vera meiri en sem nemur 0,30% af heildarlaunum þeirra á tímabilinu (reitur 02 á launaframtali).
- Fræðsluáætlun núverandi eða komandi árs.
- Gögn sem staðfesta að virk menntastefna sé til staðar innan fyrirtækis.
Undanþágan gildir fyrst í eitt ár.
Þegar sótt er um endurnýjun þurfa eftirfarandi gögn að berast með umsókn:
- Sundurliðað yfirlit yfir kostnað fyrirtækis sl. tveggja ára vegna fræðslu starfsmanna í VR/LÍV sem tiltekur bæði innri, ytri fræðslu og rafræna fræðslu sé hún til staðar (hér er hægt að styðjast við excel skjal, sjá hlekk að ofan).
- Upplýsingar hvers árs þurfa að vera skýrar. ATH Þegar sótt er um áframhaldandi lækkun eftir tvö ár þá þarf að skila inn gögnum sl. tveggja ára.
- Fræðsluáætlun núverandi eða komandi árs, auk áætlana sl. tveggja ára.
- Gögn sem staðfesta að virk menntastefna sé til staðar innan fyrirtækis.
Hægt er að sækja um endurnýjum á lækkuðu iðgjaldi sem berast þarf sjóðnum a.m.k. mánuði áður en undanþágan fellur úr gildi.
Endurnýi fyrirtæki umsókn sína um lækkað iðgjald gildir hún eftir það í tvö ár ef tilskilin gögn berast.