Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er hýstur hjá VR og sér VR um að tryggja rekstur sjóðsins og afgreiðslu styrkja.
Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá hvernig Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, kt. 660700-2420 , Kringlunni 7, 103 Reykjavík og VR, kt. 690269-2019, Kringlunni 7, 103 Reykjavík standa að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um félagsmenn sína og einstaklinga sem heimsækja vefsíðu félagsins, www.vr.is, hvort sem persónuupplýsingarnar eru geymdar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti.
SVS og VR vinna persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
Persónuvernd er SVS og VR mikilvæg
Öflug persónuvernd er SVS og VR kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi félagsmanna okkar og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem og í samræmi við bestu venjur sambærilegra aðila.
Á vef VR er hægt að lesa nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.