Fréttir

Kynningarfundur á fræðslusjóðum hjá Samtökum atvinnulífsins

Ingigerður frá Flugfélagi Íslands
Húsfyllir var á fyrsta fundi um starfsmenntamál hjá SA þann 24. september. Þröngt var um gesti en það kom ekki að sök, stuttir og snarpir fundir þar sem tekið er á starfsmenntamálum er yfirskrift fundarraðarinnar.
Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Kaupáss

Ragnar Matthíasson og Guðríður H. Baldursdóttir
Kaupás ehf. hefur fengið fræðslustjóra að láni. Kaupás rekur 24 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og vís vegar um sunnan- og austanvert landið. Um er að ræða eina stærstu keðju verslana hér á landi og fögnum við því að þetta verkefni er farið af stað.
Lesa meira

Menntun verslunarfólks á Norðurlöndunum

Fundargestir á fundi um menntun verslunarfólks
Þann 12. júní s.l. var haldinn fundur um menntun verslunarfólks á Norðurlöndunum í Húsi atvinnulífsins. Fundurinn var á vegum SVÞ, Rannsóknarseturs Verslunarinnar og Starfgreinaráðs verslunar- og skrifstofufólks. Frummælendur vour starfsmenntafulltrúar frá félögum vinnuveitenda í verslun í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Lesa meira

10 ára afmæli Verslunarstjóranáms á Bifröst

Útskrift Verslunarstjóranáms 2014
Laugardaginn 7. júní sl útskrifuðust átta nemendur úr diplómanámi í verslunarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þessi dagur markaði þau tímamót að 10 ár eru liðin frá því fyrsti hópurinn útskrifaðist úr námi í verslunarstjórnun. Á þeim tíma hafa útskrifast alls 178 nemendur.
Lesa meira

Fræðslustjóri til íAV

Frá undirritun samnings
Íslenskir aðalverktakar hafa fengið til sín Fræðslustjóra að láni. Markmið verkefnisins er að taka markvissa greiningu á fræðsluþörf og setja fræðslumálin í ákveðin farveg, en að jafnaði er unnið öflugt fræðslustarf hjá ÍAV.
Lesa meira

Kynning á nýjum reglum SVS

Lesa meira

Breyting á starfsreglum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks

Samþykktar hafa verið nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Nýjar reglur eiga að gera félagsmönnum með lægri laun kleyft að ávinna sér inn réttindi hraðar. Einnig er það von sjóðsins að nýju reglurnar hvetji félagsmenn til frekari þátttöku í símenntun.
Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Eldingar

Fræðslustjóri að láni til Eldingar
Elding Hvalaskoðun hafa fengið til sín fræðslustjóra að láni frá Starfsmenntasjóði verslunar og skrifstofufólks og Starfsafli. Fyrirtækið er búið að stækka og er að undirbúa sig fyrir vertíðina sem hefst nú á vormánuðum með auknu streymi ferðamanna. Markmiðið með að fá Fræðslustjóra að láni er að gera góðan vinnustað betri, auka starfsánægju og starfshæfni starfsmanna.
Lesa meira

Ávinningur starfsnáms fyrir verslun- og ferðaþjónustu

nsóknarsetur verslunarinnar kynnti nýverið niðurstöður könnunar, sem unnin var að frumkvæði hagsmunasamtaka og bakhjarla setursins, þ.m.t. Samtök verlunar og þjónustu, um ávinning af starfsnámi fyrir verslun og ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort ófaglærðir starfsmenn í verslunum og í ferðaþjónustufyrirtækjum, sem sótt hafa sérhæft starfsnám á sínu sviði, hafi notið ávinnings af því. Að sama skapi var kannað hvaða ávinning fyrirtæki hafa haft af starfsmenntun starfsmanna sinna og þá hvort aukin þekking starfsmanna skili sér til fyrirtækisins.
Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Nóa Síríus

Fræðslustjóri að láni til Nóa Síríus
Undirritaður var samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni milli Nóa Síríus, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og Starfsafls.
Lesa meira

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband