Fréttir

Nýherji fær Fræðslustjóra að láni

Frá undirritun samnings
Verkefnið Fræðslustjóri að láni er nú farið af stað hjá Nýherja. Attentus sér um ráðgjöf í verkefninu. Hjá Nýherja starfa um 270 manns og er verkefnið styrkt af SVS og Rafiðnaðarskólanum.
Lesa meira

Rúmfatalagerinn fær Fræðslustjóra að láni

Frá undirritun samnings
Skrifað hefur verið undir samning um Fræðslustjóra að láni verkefni hjá Rúmfatalagernum. SIGRIR sjá um ráðgjöf í verkefninu. Hjá Rúmfatalagernum starfa um 170 starfsmenn í fimm verslunum og á skrifstofu fyrirtækisins. Rúmfatalagerinn er einhver kunnasta heimilisvöruverslun landsins og vandfundinn sá Íslendingur sem ekki hefur einhverntíma átt þangað erindi. Í dag eru höfuðstöðvar Rúmfatalagersins staðsettar í verslunarmiðstöð Korputorgs við Blikastaðaveg. Starfsemin fer einnig fram í fjórum öðrum útibúum; í Skeifunni, á Smáratorgi, á Selfossi og á Glerártorgi á Akureyri.
Lesa meira

Ársskýrsla SVS 2014

Ársskýrsla SVS 2014
Ársskýrsla 2014 er komin út.
Lesa meira

SVS styrkir gerð kynningarefnis um lesblindu

Snævar frá FlI ásamt starfsmönnum SVS
SVS og Félag lesblindra á Íslandi hafa skrifað undir samning þess efnis að SVS styrkir gerð sjö myndbanda um lesblindu ásamt bæklingi sem er hugsaður fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Markmiðið með verkefninu er að eyða fordómum um lesblindu, auka skilning á henni, kynna hvaða lausnir eru í boði og stuðla að því að styrkleikar lesblindra fái að njóta sín á vinnustöðum. Verkefnið er styrkt af Minningarsjóði Ingibjargar R. Guðmundsdóttur fyrrverandi formanns SVS.
Lesa meira

VR fær fræðslustjóra að láni

Ragnhildur, Herdís VR, Sólveig SVS og Helga CD
VR hefur fengið fræðslustjóra að láni. Hjá VR starfa rúmlega 70 starfsmenn og er tilgangur félagsins að efla og styðja hag verslunar-, þjónustu- og skrifstofufólks á félagssvæðinu og geriri félagið kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum og öðrum, að því er varðar hagsmuni félagsmanna.
Lesa meira

Vodafone sækir um lækkun á iðgjaldi

Sólrún Hjaltested og Selma Kristjánsdóttir
Starfsmenn sjóðsins kíktu í heimsókn til Vodafone og fengu kynningu á fræðslumálum fyrirtækisins. Hjá Vodafone er áhersla lögð á að hafa fræðslumál starfsmanna í góðum farvegi og boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir starfsfólk. Verið að nýta rafrænt kennsluumhverfi til þess að auka enn möguleika starfsmanna á að nýta sér fræðsluframboð á þeim tíma sem hentar því.
Lesa meira

IÐGJALD HÆKKAÐI ÚR 0,2% Í 0,3%

Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Íshesta

Silja, Steinunn, Inga, Hulda og Sveinn
Íshestar hafa skrifað undir samning um að fá fræðslustjóra að láni. Hjá fyrirtækinu starfa 17 starfsmenn og tilheyra þeir flestir SVS, en nokkrir tilheyra Starfsafli sem kemur einnig að verkefninu. Mímir símenntun sér um ráðgjöfina í verkefninu, og er það Inga Jóna Þórisdóttir verkefnastjóri með sérhæfingu í starfsþróun fyrirtækja sem er ráðgjafinn.
Lesa meira

Menntadagur atvinnulífsins 19. febrúar

Menntadagur atvinnulífsins 19. febrúar
Þann 19. febrúar munu Samtök atvinnulífsins halda Menntadag atvinnulífsins í annað sinn. Í boði verður fjölbreytt dagskrá og mun SVS vera með kynningu á sjóðnum til fyrirtækja á Menntatorgi fyrir framan ráðstefnusalinn. Fyrirtæki sem vilja kynna sér fræðslustjóra að láni, lækkað iðgjald eða styrkjamöguleika eru velkomin að koma og spjalla við starfsmenn sjóðsins og leita sér upplýsinga.
Lesa meira

Iðgjald hækkaði úr 0,2% í 0,3%

Lesa meira

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband