Flýtilyklar
Fréttir
Fræðslustjóri að láni hjá Prentmet
09.05.2016
Þriðjudaginn 3. maí 2016 undirritaði Prentmet samning til þátttöku í verkefninu Fræðslustjóri að láni. Þeir aðilar sem koma að verkefninu auk Prentmets eru RM ráðgjöf, IÐUNN fræðslusetur og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Samningurinn felur í sér að sjóðirnir leggja til fræðslustjóra að láni sem greinir fræðsluþörf Prentmets og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu á leiðum að tímasetningu námskeiða og tillögum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og áætlunin verður unnin í nánu samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins og stjórnendur. Til verkefnisins eru áætlaðar að hámarki 38 klukkustundir og verkið verður unnið á tímabilinu maí til loka júní.
Lesa meira
Gleðilega hátíð
23.12.2015
Við óskum sjóðsfélögum og samstarfsaðilum gleði og friðar yfir hátíðarnar og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
Höldur lýkur fræðslustjóra að láni
12.11.2015
Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur lokið fræðslustjóra að láni verkefni sem hófst formlega í febrúar á þessu ári. Verkefnið fólst í því að þarfagreina allt fyrirtækið m.t.t. sí- og endurmenntunar, þjálfunar í starfstengdri færni og annarra jákvæðra breytinga. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY og IÐAN fræðslusetur unnu verkið. Fyrir liggur fræðsluáætlun til 3ja ára. SVS-Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks styrktu verkefnið ásamt, Landsmennt og IÐAN fræðslusetur.
Lesa meira
Ákvæði um uppsöfnun styrkja tekur gildi 1. janúar 2016
16.10.2015
Stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hefur tekið þá ákvörðun að flýta gildistöku ákvæðis nýrra reglna varðandi uppsöfnun á rétti í sjóðinn. Gildistakan varðandi uppsafnaðan rétt átti að taka gildi 1. janúar 2017 en tekur nú gildi 1. janúar 2016.
Samkvæmt nýjum reglum SVS gefst félagsmanni sem ekki hefur nýtt sér rétt sinn í starfsmenntasjóð SVS þrjú ár í röð, kostur á að nýta sér styrk allt að 270.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Ekki er hægt að safna upp rétti umfram þá upphæð.
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til Actavis
29.09.2015
Actavis ehf fær Fræðslustjóra að láni fyrir starfsmenn verksmiðju Actavis sem starfar sem séreining innan Actavis.
Fyrr á árinu tilkynnti móðurfélag Actavis um lokun versmiðjunnar og er verkefninu Fræðslustjóra að láni ætlað að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtækisins með það að markmiði að undirbúa þá starfsmenn verksmiðjunnar fyrir fyrirhugaðar breytingar hjá fyrirtækinu. Það er gert með það í huga að starfsmennirnir verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf á öðrum vettvangi í framtíðinni.
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til Vífilfells
24.07.2015
Vífilfell bætist í hóp þeirra sem sótt hafa um fræðslustjóra að láni. Hjá Vífilfell starfa um 230 manns og er verkefnið styrkt af Starfsmenntajóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS), Landsmennt, Starfsafli og Verkstjórasambandi Íslands (VSSÍ). Ráðgjöf verkefnisins er í höndum Attendus
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til Vífilfells
24.07.2015
Vífilfell bætist í hóp þeirra sem sótt hafa um fræðslustjóra að láni. Hjá Vífilfell starfa um 230 manns og er verkefnið styrkt af Starfsmenntajóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS), Landsmennt, Starfsafli og Verkstjórasambandi Íslands (VSSÍ). Ráðgjöf verkefnisins er í höndum Attendus
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til Vífilfells
24.07.2015
Vífilfell bætist í hóp þeirra sem sótt hafa um fræðslustjóra að láni. Hjá Vífilfell starfa um 230 manns og er verkefnið styrkt af Starfsmenntajóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS), Landsmennt, Starfsafli og Verkstjórasambandi Íslands (VSSÍ). Ráðgjöf verkefnisins er í höndum Attendus
Lesa meira
Garðheimar fá fræðslustjóra að láni
06.07.2015
Garðheimar eru nú komnir í hóp þeirra fyrirtækja sem sótt hafa um fræðslustjóra að láni. Sarfsmenntasjóður- verslunar og skrifstofufólks (SVS) styrkir verkefnið og mun RM-ráðgjöf með Ragnar Matthíasson í fararbroddi sjá um ráðgjöf í verkefninu.
Lesa meira