Flýtilyklar
Fréttir
Dagur menntunar í ferðaþjónustu
29.01.2013
Á föstudaginn 1. febrúar n.k. verður haldinn dagur menntunar í ferðaþjónustu á vegum Samtökum ferðaþjónustunnar - SAF. Þar munu fulltrúar Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks vera með kynningarefni um sjóðinn.
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til IKEA
23.01.2013
Undirritaður var samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni milli IKEA, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og Starfsafls.
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til ISS
11.10.2012
Undirritaður var samningur um Fræðslustjóra að láni milli ISS Ísland og fulltrúa þriggja starfsmenntasjóða, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks, Starfsafls og Landsmenntar. Fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum á Íslandi með um 780 starfsmenn þar af eru um 45 félagsmenn með aðild að SVS. Þetta er stærsta verkefni sjóðanna hingað til og mikið ánægjuefni að fá ISS Ísland inn í verkefnið Fræðslustjóri að láni.
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni til Skemmtigarðsins Smáralind
10.10.2012
Í gær undirritaði rekstarstjóri Skemmtigarðsins samning ivð Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Starfsafl um fræðslustjóra að láni fyrir fyrirtækið. Hlutverk fræðslustóra er að gera þarfagreiningu á fræðslumálum og koma með tillögu að símenntunaráætlun sem er sérsniðin fyrir fyrirtækið. Skemmtigarðurinn er ungt en öflugt fyrirtæki með um 40 starfsmenn.
Lesa meira
Rafrænt farnám - tilraunakennsla
27.03.2012
Tilraunakennsla í ensku í formi rafræns fjarnáms fór fram í marsmánuði og voru niðurstöður kynntar föstudaginn 23. mars.
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hlutu styrk úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu til verkefnisins en um er að ræða samstarfsverkefni SAF, SVÞ, Eflingar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks, Starfsafls og Landsmenntar en starfsmenntasjóðirnir þrír hafa styrkt verkefnið sérstaklega.
Lesa meira
Fræðslustjóri að láni - Kex hostel
22.03.2012
Kex Hostel skrifaði í morgun undir samning við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og
Starfsafl um fræðslustjóra að láni frá sjóðunum. Kex Hostel er eitt athyglisverðasta ferðaþjónustufyrirtækið á höfuðborgarsvæðinu og hefur m.a. hlotið nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtækið hefur vakið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis en það er allt í senn, hótel, farfuglaheimili, gistiheimili, matsölustaður og bar.
Lesa meira
Samningar gerðir við fjögur fyrirtæki um Fræðslustjóra að láni
08.11.2011
Fjórir verksamningar voru undirritaðir í október um Fræðslustjóra að láni. Það eru fyrirtækin Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Bílaleigan Hertz, Debenhams og Bandalag íslenskra farfugla. Samningarnir ná til um 250 manns.
Lesa meira
Réttindaflutningur milli sjóða
07.10.2011
Minnum á réttindaflutning á milli starfsmenntasjóða. Óska þarf eftir flutningi innan árs eftir að greiðslur hefjast í nýtt félag. Hægt er að flytja réttindi sem miðast við iðgjaldagreiðslur í 12 mánuði Ef styrkir hafa verið nýttir hjá fyrri sjóði á tímabilinu dragast þeir frá.
Lesa meira
Réttindaflutningur á milli starfsmenntasjóða
08.09.2011
SVS, Starfsafl og Landsmennt hafa gengið frá nýjum samningi um flutning réttinda félagsmanna milli fræðslusjóðanna sem gildir frá 1. janúar 2011. Reglunum er ætlað að tryggja sanngjarnan flutning réttinda milli sjóða.
Lesa meira
Ráðgjafi að láni til Olís
18.04.2011
Olíuverzlun Íslands, gerði nýverið samning við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsafl og Landsmennt um verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Samningurinn nær til tæplega 500 starfsmanna Olís þar af eru um 185 starfsmenn í SVS. Fyrirtækið rekur umfangsmikla verslunarstarfsemi um allt land á sviði olíu-, rekstrar- og útivistarvara. Birna V. Jakobsdóttir, mannauðsráðgjafi og verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fer yfir fræðslumál fyrirtækisins og greinir þörf fræðslu og bendir á leiðir til að auka fræðslu í framhaldi af greiningu með aðstoð sjóðanna.
Lesa meira