Flýtilyklar
Fréttir
Þrjú luku Fagprófi í verslun og þjónustu
21.12.2020
Fyrsta útskrift í Fagnámi verslunar og þjónustu fór fram í Verzlunarskóla Íslands í síðustu viku og voru þrír nemendur útskrifaðir. Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Sara Líf Fells Elíasdóttir og Jón Steinar Brynjarsson luku Fagprófi í verslun og þjónustu. Jón Steinar lauk jafnframt stúdentsprófi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ávarpaði útskriftarnemana og veitti þeim viðurkenningu fyrir hönd Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.
Við óskum þessum brautryðjendum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Hægt er að lesa nánar um Fagnám í verslun og þjónustu hér.