Fréttir

Rafræn fræðsla í fyrirtækjum

Búið er að samþykkja að styrkja rafrænt námsumhverfi hjá fyrirtækjum með aðild að sjóðnum.  Eftirfarandi reglur hafa verið samþykktar af stjórn SVS og taka þær gildi strax.

1. Styrkt er áskrift að rafrænu námsumhverfi um 90% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári. Skilyrði er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.

Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:

  1. Lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
  2. Hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar
  3. Hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað
  4. Hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
  5. Hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna

2. Fyrirtæki geta sótt um hvatastyrk til að gera rafrænt námsefni og er styrkurinn hugsaður fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á rafrænu námsefni. Aðeins er hægt að sækja einu sinni um þann styrk og njóta styrkumsóknir sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna ásamt þróunarverkefnum forgangs við styrkveitingu.  Í umsókn þarf að koma fram efnisinntak, áætluð framkvæmd og kostnaðaráætlun. Styrkupphæð er ákvörðun stjórnar hverju sinni og aldrei meiri en sem nemur 90 % af áætluðum kostnaði og að hámarki kr. 250.000,-


Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband