Fréttir

Menntun verslunarfólks á Norđurlöndunum

Menntun verslunarfólks á Norđurlöndunum
Fundargestir á fundi um menntun verslunarfólks

Ţann 12. júní s.l. var haldinn fundur um menntun verslunarfólks á Norđurlöndunum í Húsi atvinnulífsins. Fundurinn var á vegum SVŢ, Rannsóknarseturs Verslunarinnar og Starfgreinaráđs verslunar- og skrifstofufólks. Frummćlendur vour starfsmenntafulltrúar frá félögum vinnuveitenda í verslun í Danmörku, Svíţjóđ og Noregi.

Frummćlendur sögđu frá námsframbođi í hverju landi fyrir sig og greindu frá ţví hvernig stefnumótun um nám fer fram og ţátttöku atvinnulífsins í henni. Í öllum löndum eru nefndir sem svipa til íslensku starfsgreinaráđanna og eiga ţćr ađ tryggja ađ námsframbođ sé í takt viđ eftirspurn í atvinnulífinu.

Á fundinum kom í ljós ađ áskoranir í menntun verslunarfólks felast í ađ miklu leyti í ţví ađ ungt fólk klárar sjaldan nám í verslun.

Í Danmörku er brugđist viđ áskorun í menntun verslunarfólks međ ţví ađ stytta námiđ á framhaldsskólastigi. Áđur var námiđ kennt á fjórum árum međ tveimur árum í grunnám og tveimur árum í starfsnám. Nú verđur grunnámiđ ađeins eitt ár og ţví hćgt ađ ljúka náminu á ţremur árum.

Í Svíţjóđ er ađ hefjast átaksverkefni ţar sem ungu fólki sem lokiđ hefur námi af verslunarbraut gefst kostur á ađ fara í árs starfsţjálfun (e. vocational internship/ se. yrkespraktik) í verslun. Menntađur leiđbeinandi styđur ţann sem er í starfsţjálfun á vinnustađnum. Atvinnurekandi greiđir 75% af launum viđkomandi í ár.

Í erindi fulltrúa Noregs kom fram ađ ţar í landi eru tveir af hverjum ţremur stjórnendum í verslun án hćrri menntunar. Ţar hefur atvinnulífiđ sett á fót svokallađan „Kjedeskole“ ţar sem námsmenn útskrifast međ fagbréf međ ákveđna sérhćfingu. Samkvćmt rannsókn VIRKE, norsku atvinnurekendasamtökunum, er flest starfsfólk ráđiđ inn í verslun vegna ţess ađ ţađ býr yfir reynslu af ţví ađ starfa í verslun, ţó sé formleg menntun einnig talin mikilvćg.  Fulltrúi Noregs á fundinum taldi ţörf vera á auknu vćgi raunfćrnimats (e. Validation program) fyrir ţá sem starfa viđ verslunarstörf. Hann taldi of mikla áherslu vera lagđa á formlega skólakerfiđ í viđmiđum raunfćrnimats  og ađ leggja ćtti meiri áherslu á sjónarhorn ţess óformlega, t.d. ţá menntun sem nú ţegar fer fram í atvinnulífinu.

Fundinum lauk međ kynningum á tveimur íslenskum verkefnum. Sagt var frá evrópsku samstarfsverkefni sem Rannsóknarsetur verslunarinnar sér um  sem fjallar um ţjálfun leiđbeinenda í verslunum. Stefnt er á ađ bjóđa upp á slíka ţjálfun sem hluta af diplómanámi í verslunarstjórnun viđ Bifröst.

Síđasta erindiđ fjallađi um verkefni sem er í umsjón Frćđslumiđstöđvar atvinnulífsins (FA) og snýst um ađ greina hvađa kröfur eru gerđar til starfsfólks í fjórum tegundum verslana. Búiđ er ađ greina fjögur störf í fataverslun, byggingarvöruverslun, matvöruverslun og raftćkjaverslun. Sagt var frá ţví ađ veriđ er ađ skrifa og prufukeyra námsskrá byggđa á ţessum kröfum. Um er ađ rćđa nýstárlega ađferđarfrćđi sem FA er ađ ţróa og gengur út á ađ hagsmunaađilar úr atvinnulífinu koma ađ tilurđ námskránnar.

Hćgt er ađ skođa kynningar frummćlenda á heimasíđu SVŢ.


Svćđi

Starfsmenntasjóđur \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband