Fréttir

Fyrsti hópur í nýju Fagnámi í verslun og þjónustu

Fyrsti hópur í nýju Fagnámi í verslun og þjónustu
Ljósmynd Birgir Ísleifur

Fyrsti hópur í nýju Fagnámi í verslun og þjónustu hóf nám í Verslunarskólanum í vikunni. Þátttakendur hafa allir víðtæka reynslu af verslunarstörfum og starfa hjá Lyfju, Samkaup og Húsasmiðjunni. Þessi fyrirtæki eru samtarfsaðilar og hafa tekið þátt í að móta námið. Samtals tuttugu manns eru í hópnum og er hluti af þeim á landsbyggðinni. Námið er fjarnám þannig að nemendur geta sinnt því þar sem þeim hentar. 

Raunfærnimat fyrir bóklega hlutann stendur nú yfir, en allir nemendur fengu einingar metnar inn í vinnustaðanámshluta námsins. Námið er alls 90 einingar, 60 í bóknámi og 30 í starfsnámi. Námið, sem er á framhaldsskólastigi, er dæmi um árangursríka samvinnu formlega og óformlega menntakerfisins við öflug fyrirtæki í verslun og mjög ánægjulegt að það skuli nú orðið að veruleika.

Fjölmargir koma að náminu og má þar nefna VR, SVÞ, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), Mími og Verzlunarskólann auk þriggja fyrirtækja í verslun: Samkaup, Lyfju og Húsasmiðjuna. FA þróaði raunfærnimatshluta verkefnisins, bæði fyrir bóklegar greinar og starfsnám en Mímir sá um framkvæmd þess og ýmsa aðstoð við nemendur.

 Nánar má lesa um námið hér.


Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband