Fréttir

Dominos fær Fræðslustjóra að láni

Domino´s Pizza á Íslandi hefur verið í rekstri frá árinu 1993 og rekur í dag 19 afgreiðslustaði. Þá rekur fyrirtækið hráefnavinnslu, birgðastöð fyrir verslanir fyrirtækisins og þjónustuver, þar sem tekið er við pöntunum viðskiptavina í gegnum síma. Í starfsmannastefnu fyrirtækisins segir að það ráði úrslitum fyrir alla starfsemi fyrirtækisins að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk og að lögð sé áhersla á það að skapa starfsfólki aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi.  Það er því vel við hæfi að fyrirtækið fái til sín verkefnið Fræðslustjóri að láni þar sem starfsfólk tekur þátt í því að greina þarfir og móta fræðslustefnu fyrirtækisins.

 


Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband