Fréttir

ÁTTIN – Vegvísir að færni

Áttin er ný vefgátt sem var hönnuð til að auðvelda fyrirtækjum að sækja um styrki til starfsmenntunar. Heimasíða verkefnisins attin.is er vel sótt af forsvarsmönnum fyrirtækja og nú þegar hefur fjöldinn allur af styrkjum verið afgreiddur í gegnum Áttina.
Lesa meira

Fundur ráðgjafa Fræðslustjóra að láni haldinn 17. mars 2016

Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Artic Adventures

Artic Adventures fær fræðslustjóra að láni
Í dag undirrituðu fulltrúar tveggja fræðslusjóða samning við fyrirtækið Artic Adventures um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS). Rakel Hallgrímsdóttir frá Iðunni-fræðslusetur er fræðslustjóri að láni og mun vinna þarfagreiningu og kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins. Hjá Artic Adventures starfa um 90 manns sem sérhæfa sig í afþreyingaferðum víðsvegar um landið.
Lesa meira

Átak í Fræðslustjóra að láni

Stjórn starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks samþykkti síðasta haust að hrinda af stað átaki til næstu 18 mánaða með verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Átakið einskorðast við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem greiða til SVS þar sem starfsmenn eru á bilinu 7 til 25 og er óháð rétti fyrirtækjanna í sjóðinn. Minni fyrirtæki hafa ekki átt kost á að sækja um „Fræðslustjóri að láni“ til sjóðsins vegna takmarkaðs réttar. Með átakinu sem stendur til 31. maí 2017 mun sjóðurinn að öllu leyti standa straum af kostnaði verkefnisins af hálfu SVS.
Lesa meira

Hvernig virkar sjóðurinn ?

Hér má sjá yfirlitsmynd hvernig Starfsmenntasjóðurinn starfar í þágu félagsmanna sinna
Lesa meira

Átak í Fræðslustjóra að láni

Lesa meira

Höldur lýkur fræðslustjóra að láni

Höldur lýkur fræðslustjóra að láni
Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur lokið fræðslustjóra að láni verkefni sem hófst formlega í febrúar á þessu ári. Verkefnið fólst í því að þarfagreina allt fyrirtækið m.t.t. sí- og endurmenntunar, þjálfunar í starfstengdri færni og annarra jákvæðra breytinga. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY og IÐAN fræðslusetur unnu verkið. Fyrir liggur fræðsluáætlun til 3ja ára. SVS-Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks styrktu verkefnið ásamt, Landsmennt og IÐAN fræðslusetur.
Lesa meira

Ákvæði um uppsöfnun styrkja tekur gildi 1. janúar 2016

Stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hefur tekið þá ákvörðun að flýta gildistöku ákvæðis nýrra reglna varðandi uppsöfnun á rétti í sjóðinn. Gildistakan varðandi uppsafnaðan rétt átti að taka gildi 1. janúar 2017 en tekur nú gildi 1. janúar 2016. Samkvæmt nýjum reglum SVS gefst félagsmanni sem ekki hefur nýtt sér rétt sinn í starfsmenntasjóð SVS þrjú ár í röð, kostur á að nýta sér styrk allt að 270.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Ekki er hægt að safna upp rétti umfram þá upphæð.
Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Actavis

Frá undirritun samnings
Actavis ehf fær Fræðslustjóra að láni fyrir starfsmenn verksmiðju Actavis sem starfar sem séreining innan Actavis. Fyrr á árinu tilkynnti móðurfélag Actavis um lokun versmiðjunnar og er verkefninu Fræðslustjóra að láni ætlað að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtækisins með það að markmiði að undirbúa þá starfsmenn verksmiðjunnar fyrir fyrirhugaðar breytingar hjá fyrirtækinu. Það er gert með það í huga að starfsmennirnir verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf á öðrum vettvangi í framtíðinni.
Lesa meira

Fræðslustjóri að láni til Vífilfells

Við undirritun samnings
Vífilfell bætist í hóp þeirra sem sótt hafa um fræðslustjóra að láni. Hjá Vífilfell starfa um 230 manns og er verkefnið styrkt af Starfsmenntajóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS), Landsmennt, Starfsafli og Verkstjórasambandi Íslands (VSSÍ). Ráðgjöf verkefnisins er í höndum Attendus
Lesa meira

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband