Flýtilyklar
Fréttir
Hámark fyrirtækjastyrkja hækkað
16.03.2017
Stjórn SVS hefur tekið ákvörðun um að hækka hámark fyrirtækjastyrkja sem tekur þegar gildi. Nú geta fyrirtæki sótt um styrk sem getur numið allt að hámarki 75% af kostnaði við námskeiðahald og að hámarki 90.000 kr. á starfsmann sem er félagsmaður í VR/LÍV.
Lesa meira
Menntadagur SA
11.01.2017
Menntadagur atvinnulífsins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagskrá verður birt þegar nær dregur en m.a. verða menntaverðlaun atvinnulífsins afhent.
Þetta er í fjórða skipti sem menntadagur atvinnulfsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Lesa meira
MS fær styrk í tengslum við samstarfsverkefni fræðslusjóða
25.11.2016
Mjólkursamsalan hefur fengið styrk í tengslum við samstarfsverkefni fræðslusjóða. Landsmennt styrkir verkefnið að stærstum hluta en auk þess styrkja Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Iðan Fræðslusetur og Menntasjóður VSSÍ verkefnið sem gengur út á að aðstoða MS við að greina fræðslu og þjálfunarþarfir fyrirtækisins.
Lesa meira
Fagháskólanám - þróunarverkefni
18.10.2016
Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnti í gær á vef sínum viljayfirlýsingu um stofnun fagháskólastigs á Íslandi.
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks kemur að þessu verkefni og samrýmist það markmiðum sjóðsins um að auka starfshæfni og menntunarstig félagsmanna sjóðsins. Horft er til þess að boðið verði upp á nám fyrir starfsfólk í verslun á fagháskólastigi á skólaárinu 2017-18.
Markmið SVS eru m.a. að stuðla að aukinni virðingu fyrir störfum í verslunar-, þjónustu- og skrifstofugreinum með því m.a. að styðja við áframhaldandi þróun náms fyrir þá sem starfa við þau.
Lesa meira
Dominos fær Fræðslustjóra að láni
21.09.2016
Undirritaður hefur verið samningur við Domino´s Pizza á Íslandi (Pizza- Pizza ehf) um verkefnið Fræðslustjóri að láni. Þrír sjóðir koma að verkefninu og greiða það að fullu en verkefnið er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Ráðgjafi verður Sverrir Hjálmarsson hjá Vexti og ráðgjöf og telur verkefnið 125 tíma alls. Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækinu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg sem getur aukið samkeppnishæfni fyrirtækisins, bætt gæði vöru og þjónustu og aukið framlegð og starfsánægju starfsmanna.
Lesa meira
Ferðaþjónustan í öflugri sókn í verkefninu Fræðslustjóri að láni
15.07.2016
Þrjú ferðaþjónustufyrirtæki hafa bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem fara af stað með verkefnið Fræðslustjóri að láni innan síns fyrirtækis. Fyrirtækin sem um ræðir eru: Iceland Travel með 210 starfsmenn, Ferðaskrifstofa Íslands, með 30 starfsmenn og Hótel Keflavík með 27 starfsmenn.
Lesa meira
Hádegisfyrirlestur um raunfærnimat 19.maí kl.13 hjá VR
17.05.2016
Viltu láta meta hæfni þína sem starfsmaður í verslun? VR býður félagsmönnum sínum á hádegisfyrirlestur um raunfærnimat Verslunarfulltrúa.
Lesa meira
Samningur um greiningu á fræðslu og fræðsluáætlun fyrir starfsmenn Prentmets
09.05.2016
Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Prentmets, RM ráðgjafar, IÐUNNAR fræðsluseturs og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Samningurinn felur í sér að sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni“ sem greinir fræðsluþörf Prentmets og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.
Lesa meira
Íslenska Gámafélagið og fær Fræðslustjóra að láni
03.05.2016
Íslenska gámafélagið var stofnað árið 1999 og býður uppá alhliða umhverfisþjónustu til fyrirtækja, sveitarfélaga og einstaklinga. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Gufunesinu í Reykjavík en félagið er með starfsstöðvar vítt og dreift um landið. Hjá Íslenska gámafélaginu starfa 250 manns og er óhætt að segja að starfsmannahópurinn sé fjölbreyttur en þar sameinast 10 þjóðir á öllum aldri.
Lesa meira