Flýtilyklar
Fréttir
Menntadagur atvinnulífsins
15.02.2018
Fulltrúar SVS voru með bás á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram í dag 15. febrúar. Mikil vitundarvakning er að verða hjá fyrirtækjum um mikilvægi þess að auka hæfni starfsmanna sinna. Umræðuefni dagsins var fjórða iðnbyltingin og veltu ræðumenn fyrir sér spurningunni: Hvað verður um starfið mitt?
Lesa meira
Opinn kynningarfundur á Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun
16.01.2018
17. janúar kl 14:00
Staðsetning: Salur VR á 0 hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7
Glærur frá kynningarfundi er að finna hér að neðan
Lesa meira
Hækkun á styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja 2018
03.01.2018
Hækkun er á styrkjum til félagsmanna SVS og einnig til fyrirtækja.
Veittur er hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári.
Aðildarfélög Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks eru hvött til að koma upplýsingum um hækkun áleiðis til sinna félagsmanna.
Lesa meira
Samstarf SVS við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík um þróun fagháskólanáms
17.11.2017
Háskólinn á Bifröst ásamt Háskólanum í Reykjavík, Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóði verslunarinnar sóttu um styrk til þróunar fagháskólanáms í verslunarstjórnun. Umsóknin hefur verið samþykkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Mikil þróunarvinna er búin að eiga sér stað og er námið að líta dagsins ljós. Það hefur hlotið nafnið Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og mun hefjast á vorönn 2018. Námið verður 60 ects eininga nám og nýtast einingarnar áfram í BS gráðu í viðskiptafræði fyrir þá sem óska þess að halda áfram í námi. Námið er hannað útfrá hæfnigreiningu á starfi verslunarstjóra, rýnihópavinnu með starfandi verslunarstjórum og samstarfi við lykilfyrirtæki í verslun. Umsóknarfrestur í námið verður 20. janúar
Lesa meira
TTRAIN – Nýr vefur fyrir starfsfræðslu í ferðaþjónustufyrirtækjum
24.10.2017
Fyrirtækjum og starfsfólki í ferðaþjónustu býðst nú í fyrsta sinn ítarlegar leiðbeiningar um skipulag og innihald starfsnáms sem ætlað er til fræðslu og þjálfunar innan fyrirtækjanna. Um er að ræða upplýsingavef með námsskrá og leiðbeiningum fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja veita lykilstarfsmönnum innan fyrirtækjanna þjálfun í að verða leiðbeinendur fyrir nýja starfsmenn og viðhalda starfsþjálfun þeirra sem fyrir eru í starfi (e. training of trainers).
Lesa meira
Þróun fagháskólanáms um stjórnun í verslun
05.10.2017
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks hefur í samstarfi við Háskólann á Bifröst og Háskólann
í Reykjavík þróað tillögur að nýju námi fyrir verslunarstjóra sem byggir m.a. á hæfnigreiningu fyrir starf verslunarstjóra,
viðhorfskönnun meðal starfandi verslunarstjóra og samstarfi við lykilfyrirtæki í verslun og
þjónustu.
Lesa meira
Hækkun á einstaklings- og fyrirtækjastyrkjum SVS um áramót
28.09.2017
Stjórn SVS hefur samþykkt hækkun á styrkjum til félagsmanna sem tekur gildi um næstkomandi áramót.
Veittur er hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári.
Lesa meira
Sameiginlegur styrkur félagsmanns og fyrirtækis
22.09.2017
Félagsmanni og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám félagsmanns kostar kr. 500.000 eða meira. Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðsins um starfstengt nám.
Lesa meira
Hvaða hindranir standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun á þínum vinnustað?
09.05.2017
Dokkan var með kynningu á því hvaða hindranir geti staðið í vegi fyrir fræðslu og þjálfun hjá fyrirtækjum. Selma Kristjánsdóttir starfsmaður SVS fór yfir helstu atriði sem snúa að starfsmenntun innan fyrirtækja hvað varðar fjármögnun, sýn, hvata og vilja. Hún kynnti Áttina sem er sameiginlegt verkefni og vefur starfsmenntasjóðanna á almenna markaðinum. Nú er hægt að sækja um starfsmenntastyrki í gegnum Áttina, sem einfaldar fyrirtækjum að sækja um ef þeir eru með starfsmenn sem tilheyra fleiri en einum starfsmenntasjóði.
Mikill áhugi er á fræðslumálum hjá fyrirtækjum og var góð mæting á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Ársskýrsla SVS
08.05.2017
Ársskýrsla SVS fyrir árið 2016 er komin út. Í henni má sjá tölfræði og greiningu á notkun sjóðsins bæði til einstaklinga og til fyrirtækja. Helsta breyting á milli ára er gífurleg aukning í útgreiðslu fyrirtækjastyrkja en upphæðin jókst um 125% frá 2015.
Lesa meira