Fréttir

Nám sem er sérsniðið að starfi verslunarstjóra

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum.

Styrkur námsins liggur bæði í virku samstarfi við atvinnulífið og í samstarfi háskólanna tveggja um þróun þess og kennslu.

Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og starfsmenntasjóðanna SVS og SV.

Námið er tilvalin leið og tækifæri fyrir verslunarstjóra til þess að nýta reynslu sína og þekkingu til þess að bæta við sig námi.

Hægt er að nýta rétt í starfsmenntasjóðnum fyrir námskeiðsgjöldum, 90% af námskeiðsgjöldum að hámarki kr. 130.000 m.v. fullan rétt. Einstaklingar og fyrirtæki geta einnig sótt um sameiginlegan styrk og þannig nýtt rétt sinn í Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Nánari upplýsingar um styrki og umsóknir er að finna hér.

Umsóknarfrestur rennur út þann 20. janúar næstkomandi.


Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband