Fréttir

Rafrænt námsumhverfi - styrkir til námsefnisgerðar

Stjórn SVS hefur ákveðið að veita fyrirtækjum sem eru að útbúa sitt eigið námsefni inn í rafrænt námsumhverfi allt að 200.000 kr. styrk.

Með því að bjóða slíkan styrk vill stjórn sjóðsins hvetja fyrirtæki enn frekar til þess að bjóða starfsfólki sínu upp á þá fræðslu sem þörf er á og að nýta þekkinguna sem mannauður fyrirtækisins býr yfir.

Forsendur sem sjóðurinn mun horfa til við afgreiðslu styrkjanna er að fyrirtæki sé með rafrænt námsumhverfi til staðar, að nákvæm lýsing á námskeiðinu ásamt handriti fylgi með umsókn, gerð sé grein fyrir markhóp námskeiðsins innan fyrirtækisins og að lokum hver tímafjöldinn sé við vinnu námsefnisgerðarinnar.  

Sjá nánar um styrki til fyrirtækja vegna rafræns námsumhverfis.


Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband