Flýtilyklar
Fréttir
Ársskýrsla SVS 2019
29.05.2020
Ársskýrsla sjóðsins er komin út. Þar kemur fram að á árinu 2019 voru greiddir styrkir úr sjóðnum hærri en iðgjöld eða 104% af greiddum iðgjöldum. Fjöldi einstaklinga í VR og LÍV sem sækja styrki í sjóðinn fjölgaði um 7% og upphæð greiddra einstaklingsstyrkja jókst um 11%. Hins vegar var fjöldi fyrirtækjastyrkja svipaður og árið áður, en greiðsla vegna fyrirtækjastyrkja lækkaði um 15%. Fyrirtæki sem fá samþykkta lækkun á iðgjaldi greiða 0,1% til sjóðsins í stað 0,3% og var upphæð afsláttarins til fyrirtækjanna 10 milljón krónum hærri 2019 en árið áður.