Virk menntastefna

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks skilgreinir virka menntastefnu fyrirtækja á eftirfarandi hátt:

Fyrirtæki sýnir fram á fræðslustefnu/verklagsreglu og þar kemur fram:

  • Stefna fyrirtækisins í fræðslumálum starfsmanna
  • Hlutverk starfsmanns sé skilgreint í stefnunni
  • Hlutverk stjórnanda sé skilgreint í stefnunni
  • Hvernig nám er í boði að sækja, t.d. starfstengt, almennt bóklegt nám, tölvunám eða tungumálanám
  • Þátttaka starfsmanna í fræðslu sé skráð
  • Hvatning

Fyrirtæki skilar inn námsskrá/fræðsludagskrá og þar kemur fram:

  • Titill námskeiðs/fyrirlesturs
  • Lýsing/markmið fræðslu
  • Tillaga að tímasetningu
  • Markhópur

Fyrirtæki lýsir því hvernig fræðsluþörf er greind

  • Er fræðsluþörf rædd í starfsmannasamtölum?
  • Eru aðrar leiðir til þess að skilgreina fræðsluþarfir?
  • Er passað upp á að greina þarfir allra starfshópa?

Eftirfarandi atriði er höfð til hliðsjónar við mat á virkri menntastefnu fyrirtækja af hálfu SVS. Ekki er gerð krafa um að öll atriðin komi fram.

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband