Dæmi um útreikning á sameiginlegum styrk einstaklings og fyrirtækis

Dæmin sem gefin eru hér miða við að einstaklingur og fyrirtæki eigi rétt í sjóðinn. Eigi einstaklingur rétt á uppsöfnun í starfsmenntasjóðinn, er sá réttur nýttur fyrst og svo réttur fyrirtækis. Ef einstaklingur á ekki rétt á uppsöfnun skiptist styrkur til helminga á milli fyrirtækis og einstaklings.

Hámarksstyrkupphæð í sameiginlegum styrk er kr. 520.000 þegar einstaklingur á rétt á uppsöfnun, annars kr. 260.000.

Dæmi 1: 

Einstaklingur hefur ekki nýtt sér starfsmenntasjóðinn síðastliðin 3 ár og á rétt á uppsöfnun að hámarki kr. 390.000. Reikningur vegna fræðslu er kr. 451.000. Hámarksstyrkur, 90% af reikningi, er kr. 405.000.  Einstaklingur fær því kr. 390.000 í styrk og fyrirtæki kr. 15.900, eða það sem eftir stendur af mögulegri styrkupphæð miðað við 90% af reikningi.

 

Dæmi 2:

Einstaklingur á rétt á hámarksstyrk á ári kr. 130.000. Reikningur vegna fræðslu er kr. 330.000. 90% af reikningi er kr. 297.00 en hámarksstyrkmöguleiki einstaklings og fyrirtækis er kr. 260.000. Einstaklingur fær því kr. 130.000 í styrk og fyrirtæki kr. 130.000 í styrk.

 

Dæmi 3:

Einstaklingur á rétt á hámarksstyrk á ári kr. 130.000 kr. Reikningur vegna fræðslu er kr. 215.000. Hámarksstyrkur, 90% af reikningi, er kr. 193.500 og skiptist jafnt á mili einstaklings og fyrirtækis, þar sem hvor aðili fyrir sig fær þá kr. 96.750 í styrk.

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband