Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir (katrinth@starfsmennt.is) náms- og starfsráðgjafi er verkefnastjóri námsins.
Hún veitir náms- og starfsráðgjöf, er í samskiptum við nemendur og er í tengslum við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Umsækjendur fá einstaklingsmiðaða aðstoð við að skipuleggja nám sitt í upphafi og boðið verður upp á regluleg samtöl við náms- og starfsráðgjafa hópsins.
Áhugasömum er einnig bent á að hafa samband við Katrínu (katrinth@starfsmennt.is) óski þeir eftir mati á fyrra námi og reynslu.