Verslunarréttur

Námsþættir:

• yfirlit um samninga- og kauparétt
• neytendaréttur og neytendavernd
• starfsmannalöggjöf og kjarasamningar
• skipulag vaktakerfis
• samskipti við trúnaðarmenn og stéttarfélög
• lög og reglur um vinnutíma og aðbúnað
• vinnuvernd og öryggismál
• öryggisstjórnun
• einelti og áreitni
• öryggismál
• hollustuhættir
• heilbrigðiseftirlit
• Gámes

Gert er ráð fyrir að verkefni í þessum áföngum séu að verulegu leyti unnin út frá starfi og fyrirtæki nemandans og að nám hans geti þannig gagnast því fyrirtæki sem hann starfar hjá.

Skylduáfangar eru kenndir í dreifnámi (blöndu af stað- og fjarnámi) og stendur hver áfangi yfir í tólf vikur. Kennsla samanstendur af fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnavinnu, bæði í fjárnámi og á þremur vinnuhelgum, en einnig eru gestafyrirlestrar og vinnustofur hluti námsins. Áfanginn hefst með tveggja daga vinnulotu á Bifröst frá föstudegi yfir á laugardag en síðari tvær vinnuloturnar eru í Háskólanum í Reykjavík.

Svæði

Starfsmenntasjóður \ Húsi verslunarinnar \ Kringlunni 7 \ 103 Reykjavík \ Sími 510 1700 \ @ Hafa samband