Námið er fjórar annir og hefst með vinnulotu í námstækni og aðferðafræði.
Þrír skylduáfangar í verslunarstjórnun, Birgða-, vöru- og rekstrarstjórnun, Kaupmennska og Verslunarréttur í verslunarstjórnun eru kjarni námsins. Þeir eru kenndir fyrstu þrjár annirnar, en lokaverkefni, sem unnið er með fyrirtæki nemandans, er kjarni þeirrar síðustu. Þessir þrír áfangar eru sérstaklega hannaðir útfrá greiningu á starfi verslunarstjóra og hafa ekki verið kenndir við skólana áður.
Að auki taka nemendur fimm grunnáfanga í viðskiptafræði í bundnu vali í báðum háskólunum, í fjarnámi hjá Bifröst eða í staðnámi hjá HR samkvæmt skipulagi hvors háskóla um sig. Miðað er við að nemandi taki tvo slíka áfanga á önn en heimilt er að ráða eigin námshraða hvað grunnáfanga varðar. Grunnáfangar eru:
• Rekstrarhagfræði
• Stjórnun
• Mannauðsstjórnun
• Þjónustustjórnun
• Reikningshald
Einnig velja nemendur einn af neðangreindum áföngum sem valfag:
• Markaðsfræði
• Rekstrarstjórnun/breytingastjórnun
• Gæðastjórnun/gæðamál og þjónusta
• Vörumerkjastjórnun
• Stafræn markaðssetning
• Vinnusálfræði
• Neytendahegðun